Ingibjörg Sólrún: Skipting kynja í ráðherraembættum jöfn

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingar, segist gera ráð fyrir að skipting kynja verði jöfn í þeim ráðherraembættum sem koma í hlut flokksins í væntanlegri ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks, en búið er að skipta ráðherraembættunum á milli flokkanna. Ingibjörg Sólrún hefur í dag hitt þingmenn flokksins og kynnt væntanlega stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar fyrir þeim. Þeim fundahöldum er ekki lokið og verður haldið áfram eftir hádegið.

Þingflokkur Samfylkingarinnar hefur verið boðaður til fundar klukkan 19 og flokkstjórnin klukkan 20, væntanlega á Hótel Sögu. Sagði Ingibjörg Sólrún, að vænta mætti tíðinda af þeim fundi, þ.e. að tilkynnt verði um ný ríkisstjórn.

Arnbjörg Sveinsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í samtali við mbl.is að þingflokkurinn myndi koma saman eftir að fundi flokksráðs lyki í kvöld. Arnbjörg sagði ekkert vita um hvenær fundur þingmanna hæfist.

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir kemur af skrifstofu sinni í Austurstræti í …
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir kemur af skrifstofu sinni í Austurstræti í dag. mbl.is/RAX
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert