Bilun á Cantat-3 sæstrengnum

Snemma í morgun bilaði CANTAT-3 sæstrengurinn, sem liggur frá Kanada til Bretlands, Danmerkur og Þýskalands, með greiningum til Íslands og Færeyja. Bilunin er milli Íslands og Evrópu og veldur rofi á fjarskiptaumferð um CANTAT-3 til Evrópu, en umferð um strenginn er eðlileg til Bandaríkjanna. Unnið er að bilanagreiningu.

Viðskiptavinir Farice á Íslandi og í Færeyjum nota báða sæstrengina, FARICE-1 og CANTAT-3, fyrir flutning fjarskiptaumferðar sinnar og eru truflanir af völdum bilunarinnar því ekki miklar hjá þeim.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert