Slátrunin fer hægt af stað í ár

Sauðfjárslátrun byrjar óvenjuseint í ár
Sauðfjárslátrun byrjar óvenjuseint í ár mbl.is/Brynjar Gauti

Sauðfjárslátrun byrjar óvenjuseint í ár, en alla jafna hefur hún farið af stað í lok júlí. Fyrsta sumarslátrun Norðlenska á Akureyri var í gær en að sögn Sigmundar Hreiðarssonar vinnslustjóra verður ekki byrjað af fullum krafti fyrr en um mánaðamótin. Ástæðan sé sú að lítil ásókn sé í kjöt svo snemma, bændur vilji halda fé sínu lengur á beit þar sem sprettan var sein vegna þurrkanna í sumar og sumir hafi jafnvel ákveðið að seinka göngum. "Bændurnir ráða auðvitað ferðinni í þessu, ef þeir vildu koma þá myndum við bregðast við en við þurfum að keyra húsið á fullum afköstum."

Guðmundur Svavarsson hjá Sláturfélagi Suðurlands segir markaðsástæður fyrst og fremst ráða því hve seint þeir byrja, en fyrsta slátrun SS verður í dag með 600 lömbum og hefst svo full slátrun í september.

Sjá nánar í Morgunblaðinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert