Óábyrgt að halda áfram með Bitruvirkjun

Frá Hellisheiði.
Frá Hellisheiði. mbl.is/ÞÖK

Bæjarstjórn Hveragerðisbæjar leggst eindregið gegn Bitruvirkjun, fyrirhugaða gufuaflsvirkjun á Hellisheiði. Segist bæjarstjórnin telja afar óábyrgt af sveitarfélaginu Ölfusi og Orkuveitu Reykjavíkur, að halda áfram með framkvæmd þar sem jafn mikil óvissa ríki um áhrif á loft, vatnslindir og náttúru og hér um ræði.

Bæjarstjórn Hveragerðis samþykkti ályktun á fundi í síðustu viku þar sem lagst er eindregið gegn áformum um byggingu Bitruvirkjunar. Segist bæjarstjórnin telja rétt, að leitað verði annarra leiða til orkuöflunar áður en ráðist sé í framkvæmdir á jafn viðkvæmu svæði.

„Svæðið norður af Hveragerði býr yfir einstakri fegurð og í raun er það ein best varðveitta náttúruperlan í nágrenni höfuðborgarsvæðisins.  Svæðið sem er á náttúruminjaskrá er vinsæll áfangastaður erlendra sem innlendra ferðamanna og hafa vinsældir þess aukist stöðugt undanfarin ár.   Allar framkvæmdir á svæðinu draga úr gildi þess sem útivistarsvæðis fyrir þá sem vilja njóta óspilltrar náttúru.  Í frummatsskýrslu framkvæmdaaðila kemur fram að áhrif vegna framkvæmdarinnar geta orðið veruleg í Hveragerði sem er næsti þéttbýlisstaður við virkjunina í aðeins 4,5 km fjarlægð," segir m.a. í ályktuninni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert