Samvinnunefnd um miðhálendi fjallar um Norðlingaölduveitu

Samvinnunefnd um miðhálendi Íslands kom saman til fundar í félagsheimilinu Ýdölum í Aðaldal í dag og lýkur fundinum á morgun. Meðal þess sem nefndin tekur fyrir er erindi sem barst nýverið frá Landsvirkjun um breytingar á svæðisskipulaginu vegna Norðlingaölduveitu þannig að gefa megi út framkvæmdaleyfi á grundvelli svæðisskipulagsins. Landsvirkjun ákvað á föstudag að fresta framkvæmdum við veituna.

Óskar Bergsson, formaður samvinnunefndar miðhálendisins, segir að beiðni Landsvirkjunar þurfi að fara í ákveðið samráðsferli þar sem óska þurfi umsagnar viðkomandi sveitarfélaga og halda opna fundi fyrir almenning. Að því loknu geti nefndin ákveðið hvað verði auglýst sem breyting á svæðisskipulaginu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert