Súrefnisskortur á tónleikum Metallica

Tónleikagestir í miklu stuði í Egilshöll í kvöld.
Tónleikagestir í miklu stuði í Egilshöll í kvöld. mbl.is/ÞÖK

Fjórir voru fluttir á slysadeild og fjöldi manns hneig niður vegna súrefnisskorts á tónleikum Metallica í Egilshöllinni í kvöld. Liðsmenn Hjálparsveitar skáta þurftu að draga fólk út úr tónleikasalnum til að gefa því frískt loft en samkvæmt upplýsingum frá Hjálparsveit skáta var hátt í hundrað manns veitt aðhlynning á tónleikunum vegna mikils hita og yfirliðs. Tónleikarnir heppnuðust að öðru leyti vel og mikil stemning var meðal þeirra 18.000 tónleikagesta sem komu í Egilshöllina til að hlusta á hljómsveitina.

Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn í Reykjavík, sagði í samtali við Morgunblaðið, að loknum tónleikunum í að mjög heitt hefði verið í salnum og lögreglan því gripið til þess ráðs að opna húsið til að fá meira súrefni inn.

Geir Jón sagði að ekki hefði verið hugsað út í að þetta vandamál gæti komið upp, þar sem húsið væri stórt og hátt til lofts. „Það voru mjög sterkir blásarar sem sáu um að blása lofti út úr húsinu en það vantaði súrefni inn í húsið, þannig að við gengum í það mál og opnuðum húsið."

Lögreglan sá ekki sjálf um að koma fólki út en liðsmenn Rauða krossins og Hjálparsveitar skáta voru í salnum og hjálpuðu fólki að komast út. Þetta voru síðustu tónleikar Metallicu í ferð hennar um Evrópu í sumar

Metallica á sviðinu í Egilshöll.
Metallica á sviðinu í Egilshöll. mbl.is/ÞÖK
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes