Lagerfeld hefur misst 42 kg

Karl Lagerfeld kinnfiskasoginn og grannur á tískisýningu nýlega.
Karl Lagerfeld kinnfiskasoginn og grannur á tískisýningu nýlega. reuters

Þýski tískuhönnuðurinn Karl Lagerfeld hefur verið í megrun að undanförnu og misst 42 kíló á 13 mánuðum.

„Ég vaknaði einn morguninn og var ekki lengur ánægður með sjálfan mig," segir Lagerfeld í bók, sem hann skrifar ásamt franska lækninum Jean-Claude Houdret. Læknirinn stjórnaði megrunarkúrnum sem fólst aðallega í því að sneiða hjá fitu.

„Ég var alveg sáttur við að vera feitlaginn og var við góða heilsu, en skyndilega langaði mig til að klæða mig öðruvísi og vera í fötum sem Hedi Slimane hannaði. Ég sagði við sjálfan mig: Þú vinnur í tískuheiminum og tíska er breytingar," segir Lagerfeld, sem er 64 ára gamall.

Lagerfeld er 1,80 metrar á hæð og vegur nú 60 kg. Hann var áður 102 kg og segist hafa fitnað smátt og smátt án þess að taka eftir því enda hafi hann borðað það sem hann langaði í.

Lagerfeld segir að fólk eigi því aðeins að fara í megrun ef það heldur að það geri þeim gott en ekki vegna þess að það sé raunamætt eða í ástarsorg.

Þá segir Lagerfeld að fólk sem komið er ofarlega á fertugsaldur geti ekki búist við því að endurheimta æskuna en eigi að reyna að öðlast nýjan glæsileika og stíl.

Um tíma óttaðist hann að „andlitið og restin" myndi poka þegar fitan hvarf. En nútíma snyrtivörur bættu úr því.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við stjórnendur, foreldra og yfirboðara eru beinskeyttar og ákafar í dag. Alls kyns spennandi tækifæri til vaxtar eru fyrir hendi núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við stjórnendur, foreldra og yfirboðara eru beinskeyttar og ákafar í dag. Alls kyns spennandi tækifæri til vaxtar eru fyrir hendi núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes