Seldi lóðir á tunglinu

Hollendingurinn Rene Veenema stærði sig af því að hafa orðið ríkur á að selja lóðir á tunglinu. Nú situr hann í fangelsi - á jörðinni.

Veenema, sem er 33 ára, hefur verið ákærður um fjársvik og falsanir eftir að kvartanir bárust frá fólki sem hafði greitt fyrir lóðarskika á tunglinu en aldrei fengið í hendur afsal eða aðrar sannanir fyrir eign sinni.

Haft er eftir Veenema í blaðinu Telegraaf að hann hafi selt landskika til fjölda fólks fyrir jafnvirði um 130 þúsund króna skikann gegnum fyrirtækið Lunar Embassy sem hafði höfuðstöðvar í Bandaríkjunum. Fyrirtækið hóf þessi viðskipti árið 1996 og meðal landeigenda á tunglinu eru nú þekktir menn á borð við Johnny Carson, Ed McMahon, David Letterman, Ed Asner, Ronald Reagan og Jimmy Carter. Tungllóðir hafa einnig selst vel í Evrópu og voru m.a. vinsælar gjafir í Rúmeníu á síðasta Valentínusardegi.

Veenema var handtekinn fyrir nokkrum vikum og situr nú í gæsluvarðhaldi. Hafa fimm menn sem keyptu af honum tunglskika lagt fram ákæru og krafist bóta.

„Eins og flest sem ég tek mér fyrir hendur lofaði tunglið góðu. En þegar ekki varð af gullæðinu sem ég bjóst við - ég átti von á að tugir þúsunda myndu panta sér lóð á hverjum mánuði - þá keypti ég mér hús og bíl og allt sem mér datt í hug," hefur Telegraaf eftir Veenema. „Í raun hef ég verið að svindla á fólki í áratug. Á vinnuveitendum mínum, félögum, fyrrum sambýliskonu. Ég svindlaði á þeim öllum."

Hann segist ætla að bæta ráð sitt þegar hann sleppur úr fangelsi, reyna að endurgreiða þeim sem hann hefur svikið fé út úr og „læra að hætta að ljúga og svíkja."

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við stjórnendur, foreldra og yfirboðara eru beinskeyttar og ákafar í dag. Alls kyns spennandi tækifæri til vaxtar eru fyrir hendi núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við stjórnendur, foreldra og yfirboðara eru beinskeyttar og ákafar í dag. Alls kyns spennandi tækifæri til vaxtar eru fyrir hendi núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes