Breskur stjórnmálamaður gerist rappari

Tony Benn.
Tony Benn. Reuters

Breski stjórnmálamaðurinn Tony Benn, sem sat í hálfa öld á breska þinginu fyrir Verkamannaflokkinn og gegndi um tíma ráðherraembætti, hefur nú haslað sér völl á nýjum vettvangi. Hann hefur nefnilega gefið úr plötu, þar sem hann rappar nokkrar gamlar ræður sínar.

Benn, sem orðinn er 78 ára gamall og hætti á þingi árið 2001, hefur alltaf þótt hafa munninn fyrir neðan nefið en hann hefur einnig jafnan höfðað til ungs fólks. Hann beitti sér mjög gegn því að Bretar færu í stríð við Íraka og tók m.a. sjónvarpsviðtal við Saddam Hussein í febrúar á þessu ári.

Það er rapparinn og hljómplötuframleiðandinn Charles Bailey sem mixaði ræður Benns upp á nýtt og gefur út plötuna. Hann segist hafa hrifist af ræðumennsku Benns þegar hann ávarpaði mótmælafund gegn Íraksstríðinu í Hyde Park í Lundúnum í vetur. Sagði hann að Benn væri eins og Nelson Mandela eða Bob Marley því hann höfðaði til ungs fólks.

„Þótt ræðurnar mínar séu ekki nýjar fjalla þær um mál sem enn eru í brennidepli," segir Benn.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við stjórnendur, foreldra og yfirboðara eru beinskeyttar og ákafar í dag. Alls kyns spennandi tækifæri til vaxtar eru fyrir hendi núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við stjórnendur, foreldra og yfirboðara eru beinskeyttar og ákafar í dag. Alls kyns spennandi tækifæri til vaxtar eru fyrir hendi núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes