Kærir grannkonu vegna samfarahávaða

Rúmenskur karlmaður hefur kært konu sem býr í samliggjandi íbúð þar sem honum finnst hún sleppa beislinu full mikið fram af sér við bólfarir á nóttunni.

Fólkið býr í blokk í bænum Foscani í Rúmeníu og formlega kvartar karlmaðurinn undan því að hann sé vakinn á hverri nóttu af frygðarstunum konunnar.

„Ég veit full vel að hún er ung og einhleyp og með athafnafrelsi í eigin íbúð. En það þýðir samt ekki að henni sé heimilt að skelfa mig með þeim hætti sem hún gerir," segir maðurinn.

„Ég hef reynt að ræða málið við hana og biðja hana að miskunna mér. Fór bónleiður til búðar því hún hló og sagði mér bara að stefna sér og gera mig sjálfur með því að fífli," bætir maðurinn við.

Hann ákvað að taka hana á orðinu og til að hafa sönnunargögnin á hreinu hefur hann tekið upp hávaðasamar samfarir hennar upp á segulband. Verður upptakan lögð fram er málið verður tekið fyrir.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þú sért skipulagður sjálfur geturðu ekki ætlast til að aðrir séu eins. Vandamálin geta vel verið fyrir hendi, þótt enginn sjá þau nema þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þú sért skipulagður sjálfur geturðu ekki ætlast til að aðrir séu eins. Vandamálin geta vel verið fyrir hendi, þótt enginn sjá þau nema þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes