Áritanir í þvottavélina

Leigh Walker, markvörður enska utandeildarliðsins Scarborough, sem stóð svo eftirminnilega í hinu rándýra liði Chelsea í bikarkeppninni um síðustu helgi, er afar sár út í móður sína.

Eftir leikinn fékk Walker leikmenn Chelsea til að rita nöfn sín á keppnistreyju sína en honum láðist að segja móður sinni frá því að treyjan mætti alls ekki þvo. Eins og jafnan tók móðir Walkers upp úr íþróttatöskunni og lét í vélina en því miður fyrir markvörðinn eru nöfn leikmanna Chelsea ekki lengur á peysunni.

"Ég varð ansi svekktur þegar ég áttaði mig á því að treyjan fór í þvott því hún átti að vera til minningar um stærsta leikinn sem ég hef tekið þátt í," sagði Walker við Daily Telegraph.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þú sért skipulagður sjálfur geturðu ekki ætlast til að aðrir séu eins. Vandamálin geta vel verið fyrir hendi, þótt enginn sjá þau nema þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þú sért skipulagður sjálfur geturðu ekki ætlast til að aðrir séu eins. Vandamálin geta vel verið fyrir hendi, þótt enginn sjá þau nema þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes