Sonurinn nefndur eins og hann sé uppfærsla föðurins

Stoltur bandarískur faðir og mikill áhugamaður um allt er lýtur að tölvum hefur skilgreint son sinn sem útgáfu 2.0 eða viðbæti 2.0, að því er kemur fram á vef BBC. Jon Blake Cusack frá Holland í Michigan-ríki sagði í viðtali við staðarblaðið Holland Sentinel að honum hefði þótt hin almenna bandaríska venja að bæta Junior eða II aftan við nafn sonarins of hversdagsleg.

Jon Blake Cusack segir að sér hafi þótt tilvalið þegar sonur hans leit dagsins ljós í síðustu viku að gefa honum nafnið Jon Blake Cusack 2.0. Slík merking er algeng þegar kynntar eru nýjar útgáfur af tölvuhugbúnaði.

Cusack eldri (væntanlega Cusack 1.0) segir í viðtalinu að það hafi tekið sig marga mánuði að sannfæra eiginkonu sína, Jamie. Frú Cusack segist hafa spurt vini þeirra hjóna og allir karlmennirnir hafi verið yfir sig hrifnir og þótt þetta flott hugmynd. Konunum hafi þótt minna til koma. „Ég heldi þó að þeim muni snúast hugur,“ segir frú Jamie Cusack.

Jon Cusack segist hafa fengið hugmyndina þegar hann sá kvikmyndina The Legend of 1900 en þar hafi barn verið nefnt 1900 eftir árinu sem það fæddist.

Þegar Cusack 2.0 fæddist sendi faðirinn tölvupóst til fjölskyldu og vina og færði þeim fréttir af hinum miklu tíðindum í lífi litlu fjölskyldunnar. Hugbúnaðaruppfærslur voru honum ofarlega í huga þegar hann skrifaði að útgáfa 2.0 hefði margt umfram útgáfu 1.0 og að auki viðbætur frá Jamie.

Útgáfa 1.0 hefur þegar væntingar til útgáfu 2.0 og finnst að þegar og ef þriðji ættliðurinn í beinan karllegg komi í heiminn fái hann nafnið Jon Blake Cusack 3.0.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þú sért skipulagður sjálfur geturðu ekki ætlast til að aðrir séu eins. Vandamálin geta vel verið fyrir hendi, þótt enginn sjá þau nema þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þú sért skipulagður sjálfur geturðu ekki ætlast til að aðrir séu eins. Vandamálin geta vel verið fyrir hendi, þótt enginn sjá þau nema þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes