Hugh Grant heillaður af golfi

Leikarinn Hugh Grant, (t.h.) og skoski kylfingurinn Colin Montgomerie á …
Leikarinn Hugh Grant, (t.h.) og skoski kylfingurinn Colin Montgomerie á Dunhill mótinu. AP

Enski leikarinn Hugh Grant segist eyða svo miklum tíma á golfvellinum að hann hefur lítinn tíma fyrir sambönd við konur. Grant sagði í samtali við tímaritið TV Movie að hann væri ekki í sambandi við neina konu um þessar mundir, hann væri að spila golf.

„Það er hálf vandræðalegt að viðurkenna að ég hugsa um ekkert annað nú um stundir." Hann segist ekki hafa neina hugmynd um hvers vegna konur laðast að honum.

„Stundum velti ég því fyrir mér hvort það sé útlitið eða peningarnir." Grant er að vinna að framhaldskvikmynd um Bridget Jones, en hann hefur lýst því yfir að vinna við kvikmyndir sé leiðinlegt starf. Þegar tökum á kvikmyndinni er lokið langar hann að einangra sig á eyju fjarri umheiminum í nokkra mánuði. „Mér á hins vegar eftir að dauðleiðast og áður en langt um líður verð ég farinn að vinna á ný."

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þú sért skipulagður sjálfur geturðu ekki ætlast til að aðrir séu eins. Vandamálin geta vel verið fyrir hendi, þótt enginn sjá þau nema þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þú sért skipulagður sjálfur geturðu ekki ætlast til að aðrir séu eins. Vandamálin geta vel verið fyrir hendi, þótt enginn sjá þau nema þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes