Brasilíumenn stefna Bart Simpson

Bart Simpson og fjölskylda hans eru ekki allstaðar aufúsugestir.

Bart Simpson og fjölskylda hans eru ekki allstaðar aufúsugestir.
mbl.is

Stjórnvöld í Brasilíu undirbúa nú málssókn á hendur framleiðanda sjónvarpsþáttanna um Simpson-fjölskylduna. Eru Brasilíumenn æfir vegna nýlegs þáttar í þáttaröðinni og segja hann hafa svert ímynd borgarinar Ríó de Janiero.

Ferðamálaráð Ríó ætlar að höfða skaðabótamál á hendur bandarísku Fox sjónvarpsstöðinni vegna þáttar sem bar heitið Kenndu Lísu um, Blame it on Lisa, en þar segir frá ævintýrum Simpson-fjölskyldunnar í borginni. Ferðamálaráðið telur þáttinn hafa eyðilagt allt kynningarstarf á síðasta ári en jafnvirði 1,8 milljarða króna var þá varið til að kynna borgina sem ferðamannastað. Í blaðinu O Globo segir að þau atriði sem helst hafi farið fyrir brjóstið á ferðamálaráðinu séu eftirfarandi: Leigubílstjóri í Ríó rænir Hómer og krefst jafnvirði 5 milljóna króna lausnargjalds; kyrkislanga gleypir Bart í heilu lagi; ósamvinnuþýðir lögreglumenn „hjálpa" Marge; brjálaðir apar ráðast á fjölskylduna. Brasilía er ekki eina landið sem á um sárt að binda eftir að Simpson-fjölskyldan var þar á ferð. Kanadamenn, Frakkar, Japanar, Bretar, Ástralíumenn og Írar hafa allir orðið fyrir barðinu á Bart og fjölskyldu hans. Búist er við að Fox vísi til ákvæðis bandarísku stjórnarskrárinnar um málfrelsi í málsvörn sinni.
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það ríður á miklu að hafa hlutina í jafnvægi svo gættu þess að forgangsraða rétt til þess að ná árangri. Horfðust í augu við það sem þú forðast.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riley og Lucinda Riely
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lilja Sigurðardóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það ríður á miklu að hafa hlutina í jafnvægi svo gættu þess að forgangsraða rétt til þess að ná árangri. Horfðust í augu við það sem þú forðast.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riley og Lucinda Riely
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lilja Sigurðardóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir