Faðir allra Túrkmena vill loka spilavítum

Dagblað sem Saparmurat Niyazov, forseti Túrkmenistan, stofnaði, leggur í dag til að spilavítum í landinu verði lokað og í þeirra stað verði opnaðar stofur þar sem fólk getur lesið kenningar forsetans.

„Við heitum á eigendur spilavíta að loka þessum gleðihúsum," skrifar leiðarahöfundur blaðsins Adalat undir fyrirsögninni Viðskipti Satans munu hrynja. Segir einnig í greininni að spilavíti séu andstæð menningu Túrkmena og þau sæki venjulega ríkir karlmenn í fylgd lauslátra kvenna. Loks er lagt til að opnaðir verði lestrarsalir í stað spilavítanna, þar sem fólk geti komið og lesið Rukhname, kver eftir forsetann þar sem Túrkmenum er sagt hvernig þeir eigi að hugsa og haga sér. Rukhname er skyldulesning í öllum skólum landsins.

Niyazov er einráður í Túrkmenistan og ræður yfir flestum fjölmiðlum í landinu, Hann vill láta kalla sig Turkmenbashi. eða föður allra Túrkmena. Á síðasta ári lét hann loka einu óperunni í landinu og einnig balletthúsi þar sem þau samræmdust ekki hugarfari þjóðarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Fyrr eða síðar munu öll kurl koma til grafar og því engin ástæða til þess að vera að herða á hlutunum. Leggðu þitt af mörkum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Fyrr eða síðar munu öll kurl koma til grafar og því engin ástæða til þess að vera að herða á hlutunum. Leggðu þitt af mörkum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg