Ríkisstyrktum vændishúsaferðum hafnað

Þýskur dómstóll hefur hafnað kröfum manns um ríkisstyrki svo honum sé kleift að heimsækja vændishús fjórum sinnum í mánuði í því skyni að tryggja andlega og líkamlega vellíðan, meðan kona hans er erlendis.

Maðurinn sem er 35 ára og atvinnulaus, sóttist eftir 2.000 evra styrk á mánuði, sem samsvarar rúmum 170 þúsund íslenskum krónum, til þess að fjármagna ferðir sínar á vændishús og til kaupa á 8 klámmyndböndum og fyrir ferðakostnaði til og frá myndbandasölustaðnum.

Hann fór í mál við þýska ríkið, eftir að yfirvöld neituðu að greiða fargjald taílenskrar konu hans frá Taílandi til Þýskalands.

Dómstóllinn hafnaði kröfum mannsins á þeim forsendum að atvinnuleysisbætur eigi að tryggja að fólk geti keypt daglegar nauðsynjavörur fyrir bæturnar.

Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands, stendur nú í niðurskurðaraðgerðum á þýska velferðarkerfinu, en þrátt fyrir þetta hafa þýskir dómstólar nýlega komist að niðurstöðum í málum bótaþega sem eru þeim í vil. Til dæmis var þýska ríkinu í ágúst í fyrra, gert að greiða Víagra töflur, sem draga eiga úr getuleysi, en atvinnulaus maður hafði sóst eftir að ríkið greiddi fyrir Víagra lyf sín.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þú sért skipulagður sjálfur geturðu ekki ætlast til að aðrir séu eins. Vandamálin geta vel verið fyrir hendi, þótt enginn sjá þau nema þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þú sért skipulagður sjálfur geturðu ekki ætlast til að aðrir séu eins. Vandamálin geta vel verið fyrir hendi, þótt enginn sjá þau nema þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes