Bono og O´Neill lagðir af stað í Afríkuferð

Bono og O´Nell í heimsókn hjá breska ríkisútvarpinu, BBC, í …
Bono og O´Nell í heimsókn hjá breska ríkisútvarpinu, BBC, í Ghana. AP

Paul O´Neill, fjármálaráðherra Bandaríkjanna og Bono, söngvari írsku hljómsveitarinnar U2, héldu í morgun af stað í tíu daga ferð um fjögur Afríkuríki. Ferðin er farin að undirlagi Bonos sem vill sýna O´Neill fram á að aðstoð vestrænna ríkja við Afríkuríki geti og sé að skila árangri.

O'Neill og Bono komu til Accra í Gana frá Austur-Evrópu í gærkvöldi og munu dvelja þar í tvo daga áður en þeir halda til Suður-Afríku, Uganda og Eþíópíu. Í ferðinni munu þeir heimsækja skóla, sjúkrahús og önnur verkefni sem notið hafa stuðnings Alþjóðabankans. Bono, hefur um árabil barist fyrir því að beina athygli vestrænna þjóða að fátæktinni í Afríku, en O´Neill hefur í gegn um tíðina gagnrýnt þróunaraðstoð sem hann segir að hvetji ekki til raunverulegra efnahagslegra breytinga. Bono fór á síðasta ári fram á að fá að hitta O´Neill og stakk þá upp á því að þeir færu saman til Afríku. O´Neill var tregur til í fyrstu en þekking söngvarans á málefnum Afríku vakti þó traust hans og áhuga. O´Neill hefur barist fyrir því að Bandaríkjastjórn tengi þróunaraðstoð sína við við efnahagsumbætur og í mars tilkynnti George W. Bush Bandaríkjaforseti að framlag Bandaríkjanna til þróunaraðstoðar myndi aukast um 10 milljarða íslrenskra króna á árunum 2004 til 2006. Þróunaraðstoðin verður þó aðeins veitt þeim ríkjum sem vinna að efnahagusumbótum og að því að uppræta spillingu.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert