Líf á öðrum stjörnum?

Vísindamenn í Bandaríkjunum hafa með aðstoð Hubble-geimstjörnukíkisins í fyrsta sinn uppgötvað lífrænt efnasamband á reikistjörnu eða plánetu sem ekki er í okkar sólkerfi, segir í frétt á vefsíðunni cnet. Að sögn bandarísku geimrannsóknastofnunarinnar, NASA, gæti þessi uppgötvun verið mikilvægt skref í átt að því að finna líf á öðrum plánetum en jörðinni.

Efnið sem fannst er metan og gæti það verið hluti af efnafræðilega ferlinu sem talið er að sé skilyrði þess að líf eins og við þekkjum það geti kviknað. Umrædd pláneta ber heitið HD 189733b og er í sólkerfinu Vulpecula. Fjarlægðin frá jörðu er um 63 ljósár (fjarlægðin sem ljósið fer á einu ári). Meðalhiti á umræddri plánetu er vafalaust of mikill til að líf sé þar en uppgötvunin er talin auka líkur á að líf sé á öðrum stjörnum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert