Tölvumúsin fertug

Fyrsta tölvumúsin.
Fyrsta tölvumúsin.

Tölvumúsin, sem er ómissandi hjálpargagn nútímamannsins, er fertug í dag en 9. desember 1968 notaði  Douglas Engelbart í fyrsta skipti slíkt tæki til að sýna fram á notagildi tölva.

Músin, sem Engelbart notaði á Fall Joint tölvusýningunni í Dallas í Texas, var búin til úr tré og var með einum takka. 

Til stendur að halda upp á afmæli músarinnar í Kalíforníu í dag og munu margir þeirra vísinda- og tæknimanna, sem komu að gerð fyrstu músarinnar koma saman á ráðstefnu.

Það var Bill English, sem smíðaði fyrstu músina og   Engelbart notaði hana til að sýna hvernig hægt væri að búta niður texta, afrita hann og nota í öðrum skjölum. Einnig sýndi hann aðferðir til að nota tölvunet til að vinna saman að verkefnum eða ritstýra textagerð.

Myndskeið frá músarsýningu

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert