Úr breiðbandi í ljósnet

mbl.is/Kristinn

Síminn hefur ákveðið að ráðast í umfangsmikla uppbyggingu sem felur í sér breytingu á Breiðbandi Símans yfir í Ljósnet Símans. Þetta þýðir að á næstu tveimur árum verða um 40 þúsund heimili á höfuðborgarsvæðinu tengd við svokallað ljósnet Símans. 

Segir í tilkynningu frá Símanum að notendur netsins fái við þetta aðgang að allt að 100 Mb hraða á sekúndu.

Um að ræða tækni sem felur í sér notkun á ljósleiðurum sem eru til staðar nú þegar og liggja inn í breiðbandsgötuskápana en notaðir verða um 600 götuskápar í verkefnið.

„Með þessu móti getur Síminn boðið heimilunum margfaldan  internethraða , háskerpu- og gagnvirkt sjónvarp, möguleika á fleiri myndlyklum, Sjónvarp Símans og myndbandaleigu í gegnum Skjábíó, segir í tilkynningu.

Þar er haft eftir forstjóra Símans, Sævari Frey Þráinssyni að kostnaðurinn við þetta nemi 790 milljónum króna. 

Íbúar í Borgarholtshverfi í Reykjavík verða fyrstir til að eiga kost á að nýta sér þessa tækni fyrir utan þau nýju hverfi þar sem ljósnet Símans var tengt strax við uppbyggingu. Vinna við að tengja Ljósnetið á höfuðborgarsvæðinu er hafin og er gert ráð fyrir að það taki Símann rúmlega tvö ár að klára að tengja fjörutíu þúsund heimili.

 
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert