Karlar ljúga meira en konur skv. nýrri rannsókn

Karlar eru líklegir til að segja ósatt um drykkjuna.
Karlar eru líklegir til að segja ósatt um drykkjuna. Reuters

Ný rannsókn hefur leitt í ljós að karlmenn séu líklegri til að segja ósatt heldur en konur. Konur eru hins vegar líklegri til að finna til sektarkenndar yfir því að hafa logið.

Þátttakendur í rannsókninni voru 3.000 talsins, að því er fram kemur á vef breska útvarpsins. Í ljós kom að breskur meðaljón segir ósatt þrisvar sinnum á dag. Þetta jafngildi 1.092 lygum á hverju ári.

Skv. rannsókninni eru konur heiðarlegri, en meðalkonan segir ósatt tvisvar sinnum á dag. Þetta gerir 728 skipti árlega.

Fram kemur í rannsókn Science Museum að oftast sé logið að mæðrum. Um fjórðungur breskra karla segist t.a.m. hafa logið að mæðrum sínum. Aðeins um 20% breskra kvenna viðurkenna þetta.

Til samanburðar má nefna að 10% þátttakenda viðurkenndu að þeir væru líklegir til að ljúga að makanum.

Karlar eru líklegri til að segja ósatt um drykkjuvenjur sínar. „Ég drakk ekki svo mikið“ er vinsæl lína á meðal karla.

Konur eru hins vegar líklegri til að segja ósatt um sínar tilfinningar. „Það er ekkert að, það er í lagi með mig“ er lygi sem er algengust meðal kvenna, skv. rannsókninni.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert