heimild hér.">

Mozilla Firefox 1.0 kemur út á morgun

Heimasíða Mozilla Firefox.
Heimasíða Mozilla Firefox.

Útgáfa 1.0 af Mozilla Firefox vafranum kemur út á morgun, 9. nóvember. Beta-útgáfan Firefox 1.0PR (e. „Preview Release“) fékk góðar viðtökur og hefur nú verið sótt í tæplega 9 milljónum eintaka á nokkrum vikum. Mozilla hefur verið að auka hlutdeild sína á vaframarkaðinum og nú er svo komið að fyrirtækið er með 18% markaðshlutdeild, en Internet Explorer 75%. Sambærilegar tölur í byrjun árs voru 8% og 84% (heimild hér).

Mozilla stofnunin hyggst, í tilefni af útgáfunni, birta heilsíðuauglýsingu í New York Times með nöfnum 10.000 styrktaraðila sem gáfu 250.000 dollara, eða sem svarar til um 17 milljóna íslenskra króna, til kynningarstarfsemi.

Hér er hægt að nálgast Mozilla Firefox.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert