Ný rannsókn: Reykingar móður á meðgöngu draga úr greind á fullorðinsárum

mbl.is

Börn mæðra sem reykja á meðgöngunni hafa minni greind þegar þau verða fullorðin, samkvæmt niðurstöðum nýrrar, danskrar rannsóknar. Bornar voru saman greindarvísitölur um 3.000 ungra karla og reykingavenjur mæðra þeirra á meðgöngunni. Í ljós kom fylgni á milli lægri greinarvísitölu og reykinga móður.

Frá þessu greinir fréttavefur Ekstra Bladet, og hefur eftir fréttastofunni Ritzau.

Talið er á ástæðan fyrir þessu kunni að vera sú, að efni sem berast í líkama móðurinnar með reykingunum hafi áhrif á þroska miðtaugakerfis fóstursins með þeim hætti, að greind þess þróast síður.

Vitað hefur verið lengi, að það er skaðlegt fóstrinu að móðir reyki á meðgöngutíma, og að börn reykingakvenna eru minni en þeirra sem ekki reykja. En ekki munu hafa komið fram áður vísbendingar um að reykingarnar hefðu áhrif á greind fóstursins.

Talið er að fimmta hver barnshafandi kona í Danmörku reyki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert