Nýr vafri frá Opera Software fyrir flestar gerðir farsíma

Farsími frá Samsung.
Farsími frá Samsung. AP

Norska hugbúnaðarfyrirtækið Opera Software greindi frá því í dag að farsímanotendur um allan heim geti nú halað niður nýjasta vafra fyrirtækisins, Opera Mini. Vafrinn sníðir vefsíður til þannig að hægt er að skoða þær í flestum gerðum farsíma. Farsímanotendur á Norðurlöndum og í Þýskalandi gátu halað niður tilraunaútgáfu af vafranum í ágúst á síðasta ári en ein milljón manna nýtti sér tækifærið.

Í tilkynningu frá Opera Software er haft eftir Jon S. von Tetzchner, forstjóri fyrirtækisins, að Opera Mini sé sé fyrsti vafri sinnar tegundar fyrir jafnt dýrari sem ódýrari gerðir farsíma.

Hægt er að hlaða vafranum niður á vefsíðu Opera Software.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert