Vísindamenn óttast ekki lengur „litla ísöld“ í NV-Evrópu

Hafís í Dýrafirði.
Hafís í Dýrafirði.

Það viðhorf sem verið hefur ríkjandi meðal vísindamanna að hætta væri á „lítilli ísöld“ í Norðvestur-Evrópu, þrátt fyrir hækkandi hitastig í andrúmsloftinu, er nú á undanhaldi, að því er segir á fréttavef New York Times.

Hugmyndin var sú, að með auknum gróðurhúsaáhrifum myndi Golfstraumurinn stöðvast og þar með yrði fimbulkuldi á þeim svæðum sem hann hlýjar nú. Í versta falli sáu menn fram á að Bretland, Norður-Frakkland, Niðurlönd, Danmörk, Noregur og Ísland færu helst að líkjast því sem Grænland er nú.

En nú eru vísindamenn, að minnsta kosti þeir sem aðhyllast ríkjandi skoðanir í vísindaheiminum, hættir að spá þessu, og hvert einasta loftslagslíkan sem vísindamenn hafa búið til á undanförnum árum hefur sýnt að engin hætta sé á lítilli ísöld, heldur muni hlýnun þvert á móti halda áfram.

Frétt NYT

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert