Brotist inn í netkerfi Microsoft

Microsoft hefur nokkrum sinnum orðið fyrir árásum tölvuþrjóta á síðustu …

Microsoft hefur nokkrum sinnum orðið fyrir árásum tölvuþrjóta á síðustu árum.
mbl.is

Bandaríska tæknifyrirtækið Microsoft segir að tölvuþrjótur hafi brotist inn í netkerfi þar sem 20 þúsund Windows-notendur geta prófað hugbúnað sem enn er í þróun á vegum fyrirtækisins. Af þeim sökum hefur Microsoft hvatt notendur, sem prófa búnað fyrirtækisins, til að breyta lykilorðum sínum þegar þeir sækja svæðið, að sögn vefsvæðisins zdnet.co.uk.

Haft er eftir Rick Miller, talsmanni Microsoft, að tölvuþrjótinum hafi ekki tekist að komast að frumkóða Windows, en hann er sagður hafa fengið aðgang að beta-þróunum notenda að útgáfum Windows, sem enn eru í reynslu. Fyrirtækið hefur orðið fyrir skakkaföllum af völdum tölvuþrjóta í nokkur skipti á liðnum árum, en fyrir tveimur árum var brotist inn í kerfi Microsoft nokkrum sinnum á ákveðnu tímabili.

Þá kom tölvuþrjótur í veg fyrir að notendur gætu fengið aðgang að netkerfi Microsoft með því að senda gögn að beinum og miðlurum í upphafi árs 2001.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert