Jafn spenntur og aðrir

Eiður Smári Guðjohnsen.
Eiður Smári Guðjohnsen. mbl.is/Golli

Eiður Smári Guðjohnsen er aldursforsetinn í íslenska landsliðinu sem mætir Hollendingum á Amsterdam Arena í undankeppni EM í knattspyrnu í kvöld. Þá er hann leikjahæstur þeirra sem eru í liðinu í dag og er markahæsti leikmaður landsliðsins frá upphafi. Komi Eiður við sögu í kvöld spilar hann sinn 80. landsleik, en í leikjunum 79 sem hann hefur spilað hefur hann skorað 25 mörk.

Morgunblaðið settist niður með Eiði Smára á Okura-hótelinu í Amsterdam í gær og ræddi við hann um komandi leiki og framhaldið hjá honum með landsliði og félagsliði.

,,Tilfinning mín fyrir leiknum er bara góð. Ég sé ekki mikinn mun á stemningunni í hópnum eða allri umgjörð. Við höfum undirbúið okkur nákvæmlega eins fyrir alla leiki og það er meiri tilhlökkun en eitthvað annað hjá okkur. Við vitum auðvitað að þetta verður erfið rimma. Það er alveg sama hvaða lið kemur til Hollands, það á alltaf von á erfiðum leik,“ sagði Eiður Smári, sem kom síðast við sögu með landsliðinu í 3:0 sigri gegn Kasakstan í mars þar sem hann skoraði fyrsta markið.

,,Ég held að það sé almennt vitað að öll pressan er á Hollendingunum en undir öllum venjulegu kringumstæðum á Holland að vinna Ísland í fótbolta á heimavelli. En sérstaklega eftir úrslitin á Íslandi held ég að virðingin hjá þeim sé orðin meiri gagnvart okkur en hún var áður. Það má reyndar segja að virðingin hafi aukist hjá öllum liðum varðandi okkur og það höfum við unnið okkur inn með úrslitum og spilamennsku. Við erum ekkert efstir í riðlinum út af heppni eða einhverjum slysum. Við erum búnir að fá fæst mörk á okkur og skora flest mörk. Þetta er mjög jákvætt eins og staðan er núna en þetta er ekki alveg komið í höfn,“ sagði Eiður.

Sjá viðtalið í heild sinni í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert