Bjarni áhugasamur um starfið í Eyjum

Bjarni Jóhannsson.
Bjarni Jóhannsson. mbl.is/Skapti

Bjarni Jóhannsson er í viðræðum við ÍBV um að taka við liðinu á ný og er hann nú staddur í Vestmannaeyjum þess efnis. Hann segist vonast til að málin verði komin á hreint í lok vikunnar.

„Það er verið að þreifa á mönnum og svo kemur þetta í ljós. Það þarf ýmislegt að ganga upp til að ég fari. Ég er í starfi í bænum í Borgarholtsskóla og þarf að finna út úr því,“ sagði Bjarni í samtali við fotbolti.net í dag, en hann stýrði liði ÍBV til Íslandsmeistaratitils 1997 og 1998. Hann starfar í Borgarholtsskóla og segir hann ýmislegt þurfa að ganga upp svo hann fari til Eyja á ný.

„Þetta kom frekar snöggt upp. Þeir hringdu í gærmorgun og við ákváðum að kanna hvernig landið lægi. Við erum að fara yfir málin og það kitlar að koma til baka, það er ekki spurning," sagði Bjarni við fotbolta.net, en hann stýrði síðast liði KA.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert