Of dýrmætt ár fyrir áhættu

Anna Björk Kristjánsdóttir, Dagný Brynjarsdóttir, Berglind Björg Þorvaldsdóttir.
Anna Björk Kristjánsdóttir, Dagný Brynjarsdóttir, Berglind Björg Þorvaldsdóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Þetta er smátt og smátt að koma hjá mér. Ég er búin að vera að æfa, en hef æft öðruvísi og verið mjög lítið í fótbolta,“ segir Dagný Brynjarsdóttir, landsliðskona í knattspyrnu, sem glímt hefur við meiðsli í baki síðustu vikur. Það er hins vegar útlit fyrir að hún ferðist með íslenska landsliðinu í Algarvebikarinn í Portúgal á sunnudaginn, þar sem Ísland leikur mikilvæga leiki í undirbúningnum fyrir EM í Hollandi í júlí.

„Við erum nokkuð jákvæð á að Dagný fari með en það hversu mikinn þátt í mótinu hún tekur erum við að meta núna,“ segir Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari, en hann var nýkominn af fundi með sjúkrateymi landsliðsins þegar Morgunblaðið ræddi við hann, þar sem farið var yfir stöðu Dagnýjar. „Hún er lykilmaður í liðinu og við viljum gera allt sem við getum til að hún taki þátt án þess að skaða hana nokkuð,“ segir Freyr.

Sjá viðtalið í heild sinni í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert