Spilaði 300. leikinn í sigrinum gegn KA

Baldur Sigurðsson í baráttu við Archange Nkumu í leik Stjörnunnar …
Baldur Sigurðsson í baráttu við Archange Nkumu í leik Stjörnunnar og KA. mbl.is/Kristinn Magnússon.

Baldur Sigurðsson, fyrirliði Stjörnunnar, náði þeim áfanga í fyrrakvöld þegar Garðbæingar unnu KA 2:1 í Pepsi-deild karla í knattspyrnu að spila sinn 300. deildaleik á ferlinum.

Baldur, sem er 32 ára gamall Mývetningur, spilar nú sitt sautjánda keppnistímabil í meistaraflokki en hann lék fyrst sextán ára gamall með Völsungi árið 2001. Baldur tók þátt í að fara með Húsavíkurliðið upp um tvær deildir og lék með því í fjögur ár í þremur deildum en síðan með Keflavík í þrjú ár, Bryne í Noregi í hálft annað ár, KR í sex ár og SönderjyskE í Danmörku í hálft annað ár.

Baldur sneri síðan heim í ársbyrjun 2016 og lék fyrst með Stjörnunni á síðasta tímabili.

Leikir hans í deildakeppni eru 68 með Völsungi, 49 með Keflavík, 22 með Bryne, 124 með KR, 15 með SönderjyskE og 22 með Stjörnunni.

Mörkin eru 68, þar af 21 fyrir Völsung, 8 fyrir Keflavík, eitt fyrir Bryne, 33 fyrir KR og 5 fyrir Stjörnuna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert