Valur næsta fórnarlamb Þórs/KA?

Þór/KA hefur rakað inn stigum það sem af er keppnistímabili.
Þór/KA hefur rakað inn stigum það sem af er keppnistímabili. mbl.is/Golli

Valur freistar þess í kvöld að verða fyrst liða til að vinna Þór/KA í Pepsi-deild kvenna í knattspyrnu í sumar þegar liðin mætast á Hlíðarenda kl. 18 í stórleik 10. umferðar.

Um er að ræða næstsíðustu umferð deildarinnar áður en hlé verður gert vegna EM í Hollandi. Þór/KA er á toppnum með fullt hús stiga, sex stigum á undan Breiðabliki, en tapaði sínum fyrsta leik í sumar þegar liðið mætti Stjörnunni í Borgunarbikarnum á föstudaginn.

Valskonur hafa unnið sjö leiki í röð í deild og bikar, með markatölunni 27:2. Þær eru níu stigum á eftir Þór/KA fyrir leiki kvöldsins.

Leikir 10. umferðar:

27. júní:
18.00 KR - ÍBV
18.00 Valur - Þór/KA
19.15 FH - Breiðablik
19.15 Stjarnan - Haukar

28. júní:
19.15 Grindavík Fylkir

Sæti Lið L U J T Mörk Stig
1 Þór/KA 9 9 0 0 22:3 27
2 Breiðablik 9 7 0 2 21:4 21
3 Stjarnan 9 6 1 2 20:9 19
4 ÍBV 9 6 1 2 18:8 19
5 Valur 9 6 0 3 25:9 18
6 FH 9 4 0 5 11:12 12
7 KR 9 2 0 7 6:20 6
8 Grindavík 9 2 0 7 6:28 6
9 Fylkir 9 1 1 7 4:20 4
10 Haukar 9 0 1 8 5:25 1
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert