Valur úr leik eftir hetjulega baráttu

Kristinn Ingi Halldórsson reynir að komast fram hjá varnarmanni Domzale.
Kristinn Ingi Halldórsson reynir að komast fram hjá varnarmanni Domzale. mbl.is/Kristinn Magnússon

Valur er úr leik í Evrópudeild UEFA í knattspyrnu eftir hetjulega baráttu gegn slóvenska liðinu Domzale í síðari viðureign liðanna í 2. umferð forkeppninnar.

Domzale hafði betur, 3:2, og vann einvígið samanlagt, 5:3. Liðið mætir þýska liðinu Freiburg í 3. umferð forkeppninnar.

Valsmenn voru frábærir í fyrri hálfleik og enginn var betri en Andri Adolphsson. Hann fékk vítaspyrnu á 3. mínútu leiksins sem Guðjón Pétur Lýðsson skoraði úr. Domzale jafnaði úr vítaspyrnu á 25. mínútu. Rasmus Christiansen var dæmdur brotlegur og Ivan Firer, fyrrverandi leikmaður Grindavíkur, skoraði úr spyrnunni.

Valsmenn létu markið ekki slá sig út af laginu og Nicolas Bögild kom þeim yfir á 43. mínútu eftir góða sókn og fyrirgjöf frá Andra.

Framan af síðari hálfleik var lítið að gerast en Domzale gerði út um einvígið með því að skora tvö mörk með tveggja mínútna millbili. Það var greinilega af Valsmönnum dregið þegar líða tók á seinni hálfleikinn enda hitinn um 30 gráður og það tók sinn toll. Eftir þetta héldu Slóvenarnir fengnum hlut og sigldu sigrinum í höfn.

Valsmenn geta því nú alfarið einbeitt sér að Pepsi-deildinni þar sem þeir tróna á toppnum. Frammistaða þeirra var heilt yfir virkilega góð og þá sérstaklega fyrstu 70 mínútur leiksins.

Domzale 3:2 Valur opna loka
90. mín. Zeni Husmani (Domzale) á skot framhjá Skaut hátt yfir markið úr skyndisókn.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert