Ísland mætir Belgíu og Sviss í Þjóðadeildinni

Aron Einar Gunnarsson og félagar í íslenska landsliðinu mæta stórþjóðum.
Aron Einar Gunnarsson og félagar í íslenska landsliðinu mæta stórþjóðum. mbl.is/Golli

Ísland er í riðli með Belgíu og Sviss í A-deild, þeirri efstu, í nýrri Þjóðadeild knattspyrnusambands Evrópu en dregið var nú rétt í þessu.

Dregið var í fjóra þriggja liða riðla í A-deildinni þar sem Ísland var í þriðja styrkleikaflokki. Ísland var dregið fyrst upp úr hattinum í sínum riðli og í kjölfarið komu upp Sviss og Belgía, en síðarnefnda þjóðin var í efsta styrkleikaflokki.

Leikið verður í riðlakeppni Þjóðadeild­ar með hlé­um frá 6. sept­em­ber til 20. nóv­em­ber í haust. Efsta lið hvers riðils í A-deildinni kemst í loka­keppni móts­ins sum­arið 2019, en neðsta liðið fell­ur niður og leik­ur í B-deild haustið 2020.

A-deild okkar Íslendinga lítur svona út:

Riðill 1: Þýskaland, Frakkland, Holland.
Riðill 2: Belgía, Sviss, ÍSLAND.
Riðill 3: Portúgal, Ítalía, Pólland.
Riðill 4: Spánn, England, Króatía.

B-deildin lítur svona út, en sigurvegararnir fjórir í riðlunum munu tryggja sér sæti í A-deildinni, þeirri efstu. Neðstu fjögur liðin falla hins vegar í C-deildina.

Riðill 1: Slóvakía, Úkraína, Tékkland.
Riðill 2: Rússland, Svíþjóð, Tyrkland.
Riðill 3: Austurríki, Bosnía og Hersegóvína, Norður-Írland.
Riðill 4: Wales, Írland, Danmörk.

C-deildin lítur svona út, en sigurvegararnir fjórir í riðlunum munu tryggja sér sæti í B-deildinni. Neðstu fjögur liðin falla hins vegar í D-deildina.

Riðill 1: Skotland, Albanía, Ísrael.
Riðill 2: Ungverjaland, Grikkland, Finnland, Eistland.
Riðill 3: Slóvenía, Noregur, Búlgaría, Kýpur.
Riðill 4: Rúmenía, Serbía, Svartfjallaland, Litháen.

D-deildin lítur svona út, en sigurvegararnir fjórir í riðlunum munu tryggja sér sæti í C-deildinni.

Riðill 1: Georgía, Lettland, Kasakstan, Andorra.
Riðill 2: Hvíta-Rússland, Lúxemborg, Moldóva, San Marínó.
Riðill 3: Aserbaídsjan, Færeyjar, Malta, Kósóvó.
Riðill 4: Makedónía, Armenía, Liechtenstein, Gíbraltar.

Dregið í Þjóðadeild UEFA opna loka
kl. 11:49 Textalýsing Þá er drættinum lokið og við þökkum fyrir úr beinni textalýsingu. Hægt er að uppfæra síðuna og fá fréttina um dráttinn beint í æð.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert