Sannfærandi sigur Stjörnunnar

Guðmunda Brynja Óladóttir skoraði tvö mörk fyrir Stjörnuna í sigri …
Guðmunda Brynja Óladóttir skoraði tvö mörk fyrir Stjörnuna í sigri liðsins gegn Þór/KA í dag. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Stjarnan lagði ríkjandi Íslandsmeistara, Þór/KA, að velli með fjórum mörkum gegn engu þegar liðin mættust í annarri umferð í A-deild Lengjubikars kvenna í knattspyrnu í Akraneshöllinni í dag.

Guðmunda Brynja Óladóttir kom Stjörnunni tveimur mörkum yfir og Harpa Þorsteinsdóttir bætti þriðja markinu við. Stephany Mayor minnkaði muninn fyrir Þór/KA, en Ana Victoria Cate sá til þess að sigur Stjörnunnar var ekki í hættu. 

Þetta var fyrsti leikur Stjörnunnar í Lengjubikarnum, en Þór/KA laut í lægra haldi fyrir Val í fyrstu umferð deildarinnar og norðankonur eru því án stig eftir tvær umferðir.

Breiðablik og Valur eru á toppi deildarinnar með fullt hús stiga eftir tvo leiki, Stjarnan er þrjú stig í þriðja sæti deildarinnar. Þór/KA, FH og ÍBV eru síðan öll án stiga þar fyrir neðan.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert