Emil: „Aldrei aukaspyrna að mínu mati”

Þó Emil væri niðurlútur að leik loknum kaus hann að …
Þó Emil væri niðurlútur að leik loknum kaus hann að líta á björtu hliðarnar. mbl.is/ Ingibjörg Friðriks

Þó Emil Hallfreðssyni finnist landsliðið vel hafa getað gert betur gegn Mexíkó í nótt var hann nokkuð jákvæður þegar mbl.is náði af honum tali að leik loknum.

Sagði hann fyrri hálfleikinn hafa verið góðan enda hafi strákarnir skapað fullt af færum og lokað vel í vörninni.

„Þeir náðu eiginlega ekki að gera neitt,” sagði Emil. „En svo fengum við þetta aukaspyrnu mark á okkur – sem var aldrei aukaspyrna að mínu mati.”

Skot Marco Fabiano endaði í markinu.
Skot Marco Fabiano endaði í markinu. AFP

Aukaspyrnan var dæmd á Emil fyrir hættuspark og leiddi til marks Marco Fabian á 37. mínútu. Íslendingum þótti dómurinn heldur strangur og Emil sagðist einfaldlega hafa farið í boltann. Það þýði hinsvegar lítið að syrgja orðinn hlut, svona sé fótboltinn bara stundum.

„En það kannski svona, slökkti pínu á okkur.”

Að 3-0 tapi yfirstöðnu sagði Emil ljóst að allir geti gert betur. Hann sé hinsvegar nokkuð sáttur við að hafa spilað 70 mínútur af leiknum enda hafi hann ekki spilað mikið með Udinese síðustu mánuði.

„Það er annar leikur eftir nokkra dag gegn Perú og við ætlum að spýta í lófana og gera betur.”

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert