Álvaro Montejo hetja Þórsara

Álvaro Montejo fagnar sigurmarki sínu gegn Fram á Þórsvellinum í …
Álvaro Montejo fagnar sigurmarki sínu gegn Fram á Þórsvellinum í dag. Hlynur Atli Magnússon og Atli Gunnar Guðmundsson markvörður að vonum svekktir. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Þór tók á móti Fram í 4. umferð Inkasso-deildar karla í knattspyrnu í dag en leiknum lauk með 3:2 sigri heimamanna. Sveinn Elías Jónsson kom Þór yfir á 31. mínútu en stuttu síðar fékk Kristófer Reyes að líta beint rautt spjald og gestirnir því einum manni færri.

Álvaro Montejo tvöfaldaði svo forystu Þórsara á 43. mínútu áður og staðan því 2:0 í leikhléinu. Þórsarar voru miklu betri í fyrri hálfleik og stuðningsmenn þeirra leyfðu sér að vona að svo yrði áfram eftir hlé, þar sem þeir yrðu einum manni fleiri. Svo fór þó ekki; Framarar sóttu miklu meira og Guðmundur Magnússon minnkaði muninn fyrir þá bláklæddu á 76. mínútu. Orri Gunnarsson jafnaði svo metin fyrir gestina á 81. mínútu áður en Álvaro Montejo skoraði sigurmark leiksins í uppbótartíma.

Þórsarar eru í fimmta sæti deildarinnar með 7 stig eftir fyrstu fjórar umferðirnar en Fram er í þriðja sætinu með 7 stig, þremur stigum frá toppliðum ÍA og HK.

Fimmta umferðin fer fram sunnudaginn 3. júní og þá heimsækja Þórsarar lið ÍR í Breiðholti og Fram tekur á móti ÍA.

Álvaro Montejo gerir sigurmark Þórsara í uppbótartíma; hann fékk sendingu …
Álvaro Montejo gerir sigurmark Þórsara í uppbótartíma; hann fékk sendingu inn fyrir vörnina, var á undan Hlyn Atla Magnússyni að boltanum og skoraði með góðu skoti yfir markvörðinn, Atla Gunnar Guðmundsson, sem kom út á móti. mbl.is/Skapti Hallgrímsson
Orri Gunnarsson hleypur fagnandi frá Þórsmarkinu eftir að hann jafnaði …
Orri Gunnarsson hleypur fagnandi frá Þórsmarkinu eftir að hann jafnaði metin fyrir Fram á 81. mínútu. Varnarmaðurinn Óskar Elías Zoega Óskarsson til vinstri. mbl.is/Skapti Hallgrímsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert