„Svolítið margt fór úrskeiðis“

Ray Anthony Jónsson, þjálfari Grindavíkur.
Ray Anthony Jónsson, þjálfari Grindavíkur. Ljósmynd/Sigfús

„Það fór svolítið margt úrskeiðis. Við fáum fyrstu fjögur mörkin á okkur úr föstum leikatriðum og fimmta markið það er bara einhver uppgjöf,“ sagði Ray Anthony Jónsson, þjálfari Grindavíkur, eftir 5:0 tap gegn Þór/KA í Pepsi-deild kvenna í kvöld.

„Það vantaði grimmdina í seinni boltann hjá okkur. Það var eins og boltinn væri að detta frekar fyrir Þór/KA þannig við náðum aldrei frákastinu. Við vitum það alveg að Þór/KA eru með hörkulið og þær eru mjög grimmar í návígjum, við vorum aðeins undir þar.“

Þrátt fyrir þungar sóknir Þórs/KA tók það 44 mínútur að skora fyrsta mark leiksins. Ray var svekktur að ná ekki að halda hreinu fram í hálfleik. „Eins og ég hef alltaf sagt áður, markmiðið er að reyna að fá ekki mark á okkur og reyna að þrauka út leikinn. En við höfum átt í erfiðleikum með það og við þurfum að vinna úr því á æfinga svæðinu.“

Grindavík á erfiða leiki fram undan en liðið mætir Val, Breiðablik og Stjörnunni í næstu umferðum. Ray er þó spenntur fyrir næstu leikjum.

„Það er alltaf gaman að spila við sterkustu liðin og ákveðin hvatning þannig séð. Mann langar alltaf spila við bestu liðin og það er bara gaman að takast á við það.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert