Gott að fá að spila alvöru leiki

Steven Lennon reynir skot í leiknum í kvöld.
Steven Lennon reynir skot í leiknum í kvöld. mbl/Arnþór Birkisson

„Við spiluðum mjög vel í fyrri leiknum og stundum er erfitt að koma sér almennilega í gang þegar þú ert með 3:0-forystu," sagði Eddi Gomes, varnarmaður FH, eftir markalaust jafntefli við Lahti frá Finnlandi í Evrópudeildinni í fótbolta í kvöld. FH vann fyrri leik liðanna 3:0 og er því komið áfram í næstu umferð.

„Við gerðum það sem við þurftum. Við byrjuðum ekki vel í dag og lentum í smá vandræðum en heilt yfir var þetta flott frammistaða í þessum tveimur leikjum og það er gott að komast áfram í næstu umferð."

Gomes lék allan leikinn og gerði það vel. Hann er samningsbundinn Henan Jianye í Kína en er að láni hjá FH, en hann hefur verið að glíma við erfið hnémeiðsli. 

Eddi Gomes
Eddi Gomes Ljósmynd/FH

„Ég spilaði 90 mínútur í dag og ég er sáttur við það. Við Nico [Rennico Clarke] og hinir gerðum varnarvinnuna vel. Við lentum í smá vandræðum í fyrri hálfleik en þetta var betra í seinni hálfleik."

Ég fæ að spila í Evrópudeildinni. Það er mikilvægt fyrir mig að fá að spila eftir að ég fór í aðgerð á hné. Það er gott að fá að spila alvöru leiki og alvöru mínútur þar sem ég fæ að hlaupa og spila fótbolta. Mér líður vel núna en síðustu tíu mínúturnar voru svolítið erfiðar," sagði Eddi Gomes að endingu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert