HK aftur efst eftir sigur fyrir norðan

Bjarni Gunnarsson skoraði sigurmark HK gegn Magna í dag.
Bjarni Gunnarsson skoraði sigurmark HK gegn Magna í dag. mbl.is/Ófeigur

HK komst aftur í efsta sæti 1. deildar karla í knattspyrnu, Inkasso-deildarinnar, með því að sigra Magna á Grenivík í dag, 1:0.

Það var Bjarni Gunnarsson sem skoraði sigurmark leiksins á 36. mínútu en jafnfræði var með liðunum í fyrri hálfleik.

Heimamenn fengu nokkur frábær færi undir restina til þess að jafna metin og áttu meðal annars sláarskot í uppbótartíma. Boltinn vildi hins vegar ekki í netið og lokatölur því 1:0 fyrir HK fyrir norðan en þetta er fyrsti sigur liðsins á Norðurlandi, síðan árið 2014.

Magni er áfram á botni deildarinnar með 6 stig en HK er komið á toppinn í deildinni á nýjan leik með 28 stig, tveimur stigum meira en Þór.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert