Refsuðum þeim hart

Ásgeir Sigurgeirsson fagnar.
Ásgeir Sigurgeirsson fagnar. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Ásgeir Sigurgeirsson var allt í öllu í 5:1 stórsigri KA á Fylki í 13. umferð Pepsi-deildarinnar í fótbolta nú í dag. Ásgeir skoraði þrennu í leiknum og var ánægður með spilamennsku liðsins í dag.

„Ég er mjög sáttur með þetta. Við spiluðum agaðan varnarleik, gáfum engin færi á okkur og refsuðum þeim grimmt. Þetta var mjög mikilvægt fyrir okkur að ná þremur sigrum í röð.“

Eftir erfiða byrjun á mótinu virðast KA-menn vera komnir á fullt skrið en liðið hefur unnið seinustu þrjá leiki. En hvað er það sem hefur breyst í spilamennsku liðsins?

„Það er erfitt að segja við erum búnir að vera mun skipulagðari undanfarið. Eins og við vorum í fyrra, Þá kemur hitt með. Við skorum alltaf mörk það er bara svoleiðis.“

Ásgeir hefur undanfarið spilað sem fremsti maður í liði KA og hefur staðið sig vel. En hvernig líkar Ásgeiri breytingin?

„Mér finnst það mjög gaman. Það er uppáhaldsstaðan mín. En meðan að ég er í liðinu þá er ég sáttur.“

Eftir þrennuna er Ásgeir kominn með 9 mörk og orðinn næst markahæsti leikmaður Pepsi-deildarinnar. Aðspurður hvort stefnan væri sett á Gullskóinn sagði Ásgeir.

„Já auðvitað, maður setur markið hátt. En við tökum bara næsta leik og sjáum svo til.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert