Sveinn Aron á leiðinni til Spezia

Sveinn Aron Guðjohnsen fagnar.
Sveinn Aron Guðjohnsen fagnar. mbl.is/Árni Sæberg

Sveinn Aron Guðjohnsen framherji Breiðabliks mun á næstu dögum ganga í raðir ítalska knattspyrnufélagsins Spezia. Eysteinn Pétur Lárusson, framkvæmdastjóri Breiðabliks, staðfesti það í samtali við mbl.is að Spezia hafi lagt fram tilboð í leikmanninn og félagsskiptin séu á lokastigi.

Hann segir Breiðablik hafa fengið fleiri fyrirspurnir í Svein Aron en Spezia sé eina félagið sem hafi lagt fram tilboð. Hörður Björgvin Magnússon lék með Spezia tímabilið 2013-2014 er hann var að láni frá Juventus. 

Sveinn Aron, sem er tvítugur, hefur spilað 22 leiki fyrir Breiðablik í efstu deild og skorað í þeim fimm mörk. Þar á undan skoraði hann eitt mark í 12 leikjum með Val og fimm mörk í tíu leikjum með HK í 1. deildinni. 

Spezia hafnaði í 10. sæti ítölsku B-deildarinnar á síðustu leiktíð. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert