Fyrsti sigur Fjölnis kom gegn ÍR

Fjölniskonur unnu sinn fyrsta sigur í 1. deildinni í kvöld …
Fjölniskonur unnu sinn fyrsta sigur í 1. deildinni í kvöld gegn ÍR. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þórdís Katla Sigurðardóttir reyndist hetja Augnabliks þegar liðið vann 1:0-sigur gegn Aftureldingu í sjöttu umferð 1. deildar kvenna í knattspyrnu, Inkasso-deildinni, á Kópavogsvelli í kvöld. Þórdís Katla skoraði sigurmark leiksins á 38. mínútu og Augnablik er komið í fimmta sæti deildarinnar í 9 stig en Aftureldingu er áfram í sjöunda sætinu með 7 stig, tveimur stigum frá fallsæti.

Þá vann Fjölnir þægilegan 4:0-sigur gegn ÍR á Hertz-vellinum í Breiðholti þar sem Sara Montoro skoraði tvívegis fyrir Fjölni í upphafi leiks og staðan 2:0 í hálfleik. Eva María Jónsdóttir bætti við þriðja marki Fjölnis á 64. mínútu áður en Rósa Pálsdóttir innsiglaði sigur Fjölniskvenna með marki á 80. mínútu. Fjölnir er áfram í níunda sætinu með 5 stig en ÍR er sem fyrr á botninum án stiga.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert