Hélt ég myndi aldrei fara út í atvinnumennskuna aftur

Hólmbert skorar glæsilegt skallamark gegn Start í norsku úrvalsdeildinni. Hólmbert …
Hólmbert skorar glæsilegt skallamark gegn Start í norsku úrvalsdeildinni. Hólmbert gerði þrennu í leiknum. Ljósmynd/Aalesund

„Það er búið að ganga vel hjá mér persónulega en því miður hefur gengið brösuglega hjá liðinu en ég er sáttur með það sem ég hef gert á þessu tímabili til þessa,“ sagði knattspyrnumaðurinn Hólmbert Aron Friðjónsson við Morgunblaðið.

Framherjinn hefur leikið afar vel með Aalesund í norsku úrvalsdeildinni á leiktíðinni og skorað átta mörk í átta byrjunarliðsleikjum. Eins og Hólmbert segir sjálfur hefur gengi liðsins hins vegar ekki verið gott. Er Aalesund sem stendur í botnsætinu með sex stig eftir tólf leiki og aðeins með einn sigur.

Síðasta tímabil var ekki gott hjá Hólmberti og skoraði hann aðeins sex mörk í 24 leikjum í norsku B-deildinni og var að glíma við meiðsli. Þrátt fyrir það var liðið með mikla yfirburði og tapaði aðeins einum leik af 30 og vann deildina afar sannfærandi. Hólmbert var staðráðinn í að sýna sitt rétta andlit á þessari leiktíð. „Ég veit ekki alveg hvað var að klikka á síðustu leiktíð. Ég átti mikið vonbrigðatímabil og var mikið meiddur og frekar þungur. Ég ákvað að klóra í bakkann á þessu tímabili. Ég lenti í skakkaföllum fyrir þessa leiktíð þegar ég braut bein í hnénu, en Covid kom svo ég gat byrjað tímabilið 70 prósent klár. Ég náði þrátt fyrir það að skora einhver mörk og núna er ég orðinn 100 prósent klár og það hefur gengið vel.“

Sjá viðtal við Hólmbert Aron í heild í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert