Spá mbl.is: Fjórða sætið

Þróttur er með talsvert breytt lið í ár.
Þróttur er með talsvert breytt lið í ár. Ljósmynd/Kristinn Steinn

Þróttur úr Reykjavík hafn­ar í fjórða sæti Bestu deild­ar kvenna í knatt­spyrnu á kom­andi keppn­is­tíma­bili, sam­kvæmt spá Morg­un­blaðsins og mbl.is.

Þróttur fékk 140 stig þegar at­kvæði spá­mann­anna voru lögð sam­an en þar voru gef­in stig frá einu (fyr­ir 10. sætið) upp í tíu (fyr­ir fyrsta sætið). Þróttarar eru fjórtán stigum fyrir ofan Þór/KA sem hafnaði í fimmta sætinu í spánni.

Þróttarkonur höfnuðu í þriðja sæti deildarinnar á síðasta tímabili og jöfnuðu með því sinn besta árangur en þær höfðu áður náð þriðja sætinu árið 2021. Það sama ár lék Þróttur jafnframt til úrslita í bikarkeppninni í fyrsta sinn. Árin frá 2020 eru besta skeiðið í sögu kvennaliðs Þróttar. Að undanskildum árunum 1972-1975 þegar leikið var í einni deild hafði Þróttur fram að því aldrei leikið meira en eitt ár í senn í efstu deild en liðið hefur verið í efri hluta deildarinnar frá 2020.

Þróttur teflir fram mikið breyttu liði en nokkrir burðarásar liðsins frá síðasta tímabili eru horfnir á braut. Katla Tryggvadóttir og Tanya Boychuk fóru til Svíþjóðar, Ólöf Sigríður Kristinsdóttir í Breiðablik og þær Katie Cousins og markvörðurinn reyndi Íris Dögg Gunnarsdóttir fóru í Val. Þróttarliðið teflir því fram nánast nýrri miðju og framlínu og miklu máli skiptir hvernig nýir erlendir leikmenn félagsins reynast. Þá fór þjálfarinn Nik Chamberlain til Breiðabliks en hann hefur stýrt uppbyggingunni hjá Þrótti frá árinu 2016.

Ólafur H. Kristjánsson tók við liði Þróttar af Nik Chamberlain fyrir þetta tímabil.

Komn­ar:
  8.3. Sig­ríður Th. Guðmunds­dótt­ir frá Val
23.2. Leah Mary­ann Pais frá Kan­ada
22.2. Mol­lee Swift frá Banda­ríkj­un­um
20.2. Carol­ine Murray frá Næst­ved (Dan­mörku)

Farn­ar:
Ólöf Sig­ríður Krist­ins­dótt­ir í Breiðablik
12.3. Tanya Boychuk í Vitt­sjö (Svíþjóð)
  5.3. Katla Tryggva­dótt­ir í Kristianstad (Svíþjóð)
13.2. Mar­grét Edda Lian Bjarna­dótt­ir í Gróttu
  9.2. Íris Dögg Gunn­ars­dótt­ir í Val
  1.2. Elísa­bet Freyja Þor­valds­dótt­ir í spænskt fé­lag
  1.2. Katie Cous­ins í Breiðablik

Fyrstu leik­ir Þróttar
22.4. Fylkir - Þróttur R.
27.4. Þróttur R. - Valur
  2.5. Þór/KA - Þróttur R.
  8.5. FH - Þróttur R.
15.5. Þróttur R. - Víkingur R.

Lokastaðan:
1 ??
2 ??
3 ??
4 Þróttur R. 140
5 Þór/KA 126
6 Vík­ing­ur R. 103
7 FH 103
8 Fylk­ir 47
9 Tinda­stóll 46
10 Kefla­vík 42

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert