Fjölnir hafði betur gegn Grindavík

Kwame Quee og Baldvin Þór Berndsen eigast við í leik …
Kwame Quee og Baldvin Þór Berndsen eigast við í leik kvöldsins mbl.is/Árni Sæberg

Fjölnir vann Grindavík í upphafsleik 1. deildar karla í fótbolta í dag en leikurinn fór fram á Víkingsvelli. Lokatölur 3:2 fyrir gestina.

Máni Austmann Hilmarsson skoraði fyrsta mark deildarinnar í sumar úr vítaspyrnu eftir sex mínútna leik. Guðmundur Karl Guðmundsson bætti við öðru marki Fjölnis á lokamínútu fyrri hálfleiks og staðan í leikhléi 2:0 fyrir Fjölni.

Kristófer Konráðsson minnkaði muninn fyrir Grindvíkinga um miðjan síðari hálfleik eftir sendingu Einars Karls Ingvarssonar en Dagur Ingi Axelsson kom Fjölni í 3:1 tíu mínútum síðar.

Símon Logi Thasaphong minnkaði muninn aftur í uppbótartíma fyrir Grindavík en lengru komust heimamenn ekki og Fjölnismenn fóru heim með stigin þrjú. Lokatölur 3:2.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert