Spánn og Sviss á EM

Paco Alcacer og Jordi Alba eru á leið á EM.
Paco Alcacer og Jordi Alba eru á leið á EM. AFP

Spænska karlalandsliðið í knattspyrnu tryggði í kvöld þátttökurétt sinn á Evrópumótinu sem fer fram í Frakklandi á næsta ári en liðið vann Lúxemborg 4:0 á heimavelli.

Santi Cazorla, leikmaður Arsenal á Englandi, skoraði tvö mörk fyrir Spánverja en hin tvö mörkin gerði Paco Alcacer, framherji Valencia.

Úrslitin þýða það að Spánn er í 1. sæti C-riðils með 24 stig, fimm stigum á undan Slóvakíu og Úkraínu þegar ein umferð er eftir. Það voru þó líka neikvæð tíðindi fyrir spænska liðið í kvöld en Alvaro Morata fór meiddur af velli og er útlit fyrir að hann verði frá næstu mánuði.

Úkraína vann Makedóníu í sama riðli 2:0. Yevhen Seleznyov kom úkraínska liðinu yfir með marki úr vítaspyrnu áður en Artem Kravets bætti við öðru marki undir lok leiksins. Slóvakía tapaði á meðan fyrir Hvíta-Rússlandi og ljóst að það verður mikil barátta um 2. sæti riðilsins í lokaumferðinni.

Sviss er einnig komið á EM. Liðið vann San Marino 7:0 á meðan Slóvenía gerði grátlegt 1:1 jafntefli við Litháen en gestirnir jöfnuðu leikinn úr vítaspyrnu fimm mínútum fyrir leikslok.

England og Sviss fara því upp úr E-riðli. England er með fullt hús stiga eftir 9 leiki eða 27 stig á meðan Sviss er með 18 stig í öðru sæti. Slóvenía er í þriðja sæti með 13 stig þegar einn leikur er eftir.

Rússland þykir þá líklegasta liðið til að fylgja Austurríki á EM en liðið vann Moldavíu 2:1 á útivelli í kvöld. Svíþjóð vann Lichtenstein 2:0 þar sem Marcus Berg og Zlatan Ibrahimovic  gerðu mörkin.

Austurríki er þegar búið að tryggja sig á lokamótið en Rússar sitja í 2. sæti með 17 stig fyrir lokaleikina. Svíar eru í 3. sæti með 15 stig og munu að öllum líkindum þurfa að treysta á að koma sér áfram í umspilinu.

Leikmenn Sviss gátu fagnað í kvöld en þeir eru á …
Leikmenn Sviss gátu fagnað í kvöld en þeir eru á leið á EM. AFP
mbl.is

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin