Lazarov er úr leik og framtíðin óljós

Kiril Lazarov er stærsta stjarna Makedóníu.
Kiril Lazarov er stærsta stjarna Makedóníu. AFP

Kiril Lazarov, stórstjarna Makedóníu í handknattleik, spilar ekki meira með þjóð sinni á Evrópumótinu í Króatíu og óvissa ríkir um framtíð hans með landsliðinu.

Hinn 37 ára gamli Lazarov meiddist í tapi gegn Spáni í gær, en eftir að þessar fréttir spurðust út var strax farið að tala um hvort Lazarov hefði spilað sinn síðasta landsleik á ferlinum. Hann er annar markahæsti leikmaður Makedóníu á EM til þessa með 17 mörk í fjórum leikjum.

Þessar fréttir eru vatn á myllu Dana í baráttunni um sæti í undanúrslitum, en þjóðirnar eigast við í lokaumferð milliriðils á miðvikudag. Danir eru með sex stig en Makedónía er með þrjú stig og á tvo leiki til góða og því má búast við úrslitaleik milli þjóðanna í lokaumferðinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert