Teitur í hópnum gegn Ungverjum

Ísland mætir Ungverjalandi klukkan 17.
Ísland mætir Ungverjalandi klukkan 17. Ljósmynd/Szilvia Micheller

Guðmundur Þ. Guðmundsson landsliðsþjálfari karla í handknattleik teflir fram nær óbreyttu liði í leiknum gegn Ungverjum á EM í Búdapest í dag frá fyrstu tveimur leikjunum gegn Portúgal og Hollandi.

Teitur Örn Einarsson kemur í staðinn fyrir Kristján Örn Kristjánsson.

Þeir sem spila eru:

Markverðir:
Björgvin Páll Gústavsson
Viktor Gísli Hallgrímsson

Útispilarar:
Arnar Freyr Arnarsson
Aron Pálmarsson
Bjarki Már Elísson
Elliði Snær Viðarsson
Elvar Örn Jónsson
Gísli Þorgeir Kristjánsson
Janus Daði Smárason
Orri Freyr Þorkelsson
Ólafur A. Guðmundsson
Ómar Ingi Magnússon
Sigvaldi Björn Guðjónsson
Teitur Örn Einarsson
Viggó Kristjánsson
Ýmir Örn Gíslason

Það eru því þeir Ágúst Elí Björgvinsson, Daníel Þór Ingason, Elvar Ásgeirsson og Kristján Örn Kristjánsson sem eru utan sextán manna hópsins en þeir eru í tuttugu manna hópi Íslands á mótinu.

Leikur Íslands og Ungverjalands hefst klukkan 17.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka