Sá handtekni fær að spila

Saido Berahino, til hægri, í leik með WBA gegn Manchester …
Saido Berahino, til hægri, í leik með WBA gegn Manchester United. AFP

Alan Irvine, knattspyrnustjóri West Bromwich Albion, sagði í dag að framherjinn Saido Berahino fengi að spila áfram með liðinu á meðan mál hans væri til rannsóknar.

Berahino var handtekinn fyrir ölvunarakstur á dögunum og mál hans er í meðferð hjá lögregluyfirvöldum, sem og hjá félaginu.

Berahino er 21 árs gamall og hefur vakið mikla athygli með WBA og enska 21-árs landsliðinu en fyrir landsliðið hefur hann gert 10 mörk í 13 leikjum og hann er búinn að gera 7 mörk í 12 leikjum WBA í úrvalsdeildinni það sem af er þessu tímabili.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert