„Höfum verið frábærir“

Liðsfélagar Gylfa Þórs fagna marki hans gegn Newcastle í dag.
Liðsfélagar Gylfa Þórs fagna marki hans gegn Newcastle í dag. AFP

Garry Monk knattspyrnustjóri Swansea lýsti yfir ánægju sinni og stolti með það að lið hans bætti sinn besta árangur stigalega séð í ensku úrvalsdeildinni í dag með 3:2 sigri gegn Newcastle á St.James Park.

Swansea er komið með 50 stig og átti Gylfi Þór Sigurðsson stóran þátt í sigri liðsins en hann skoraði eitt mark og lagði upp annað.

„Þetta er mjög ánægjulegt og ég er mjög stoltur fyrir hönd allra, leikmanna, starfsliðs og stuðningsmanna. Við vissum það fyrir tímabilið að ef við myndum leggja mikið á okkur þá gætum við afrekað eitthvað á tímabilinu. Þetta hefur verið mikil liðsvinna og allir hafa lagt sitt af mörkum. Við höfum verið frábærir og höfum spilað á köfum frábæran fótbolta,“ sagði Monk.

 
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert